Skaðinn af sólinni lágmarkaðir

Við fylgjum ekki alltaf ráðleggingum lækna upp á hár. Sum okkar drekka meira vín en æskilegt væri, eða borða meira nammi en við ættum. Við kjömsum á reyktum og söltuðum mat og hreyfum okkur minna en læknirinn myndi vilja.

Læknarnir ráðleggja líka að fólk vari sig á sólinni en samt geta fæst okkar staðist það að reyna að taka smá lit þegar veðrið er gott og himinninn heiðskír. Það þykir agalega skrítið að skjótast suður til Tenerife eða Mallorca og koma ekki heim með fína brúnku.
Lestu áfram...

ERT ÞÚ MEÐ SVEPPASÝKINGU Í TÁNÖGLUM?

ERT ÞÚ MEÐ SVEPPASÝKINGU Í TÁNÖGLUM?


sv_gd


Við leitum að einstaklingum, 18 ára eða eldri, með staðfesta sveppasýkingu í tánöglum á báðum fótum (gulur eða hvítur litur á nöglum sem sýktar eru) til að taka þátt í klínískri rannsókn.

Rannsóknin stendur yfir í 13 vikur og felur í sér 5 heimsóknir á rannsóknarsetur. Þátttakendur í rannsókninni fá 2 mismunandi sveppaeyðandi lyf til að bera á sýktar táneglur, sitthvort lyfið á neglur á sitthvorum fæti.

Allir sem taka þátt í rannsókninni fá rannsóknarlyfin sér að kostnaðarlausu.

Þátttakendur fá sanngjarnan útlagðan ferðakostnað greiddan.

Rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og Lyfjastofnun. Rannsóknin verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðsjúkdómalækningum.

Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um rannsóknina, vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti á netfangið:
rannsoknir@hudlaeknastodin.is
eða hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma: 520 4414 og á vefsíðunni www.cutis.is

Vinsamlegast athugið að þeir sem svara þessari auglýsingu skuldbinda sig á engan hátt til að taka þátt í rannsókninni. Þeir sem taka þátt geta hætt þátttöku hvenær sem er án þess að gefa upp ástæðu fyrir þeirri ákvörðun sinni.

Sortuæxli - Ísland í dag

Stöð 2 fjallaði um sortuæxli í þættinum Ísland í dag. Sjá nánar hér að neðan:Lestu áfram...

Aðgát í nærveru sólar - ný fræðslumynd um sortuæxli og önnur húðkrabbamein

Í fræðslumyndinni „Aðgát í nærveru sólar“ útskýra læknar hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir sortuæxli og önnur húðkrabbamein, áhættuþætti og afleiðingar þeirra.

Árlega greinast að meðaltali um 45 manns með sortuæxli og tæplega 90 með önnur illkynja húðæxli. Um tíu Íslendingar deyja á ári úr þessum krabbameinum, þar af níu af völdum sortuæxla. Um 1.440 manns eru á lífi sem greinst hafa með þessa sjúkdóma. Sortuæxli er algengasta krabbameinið hjá ungum konum.
Tíðni sortuæxla hefur farið vaxandi á Norðurlöndunum á síðustu þrjátíu árum. Á Íslandi er tíðnin þó aðeins farin að lækka eftir að hafa verið mjög há. Einn helsti áhættuþáttur sortuæxla er sólbruni og ljósabekkjanotkun. Ekki er ólíklegt að minnkandi notkun ljósabekkja eigi þátt í lækkandi tíðni. Ísland var fyrst Norðurlandanna til að setja lög um 18 ára aldurs¬takmark varðandi ljósabekki. Rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir allt að 90% tilfella sortuæxla og annarra húðkrabbameina með skynsamlegri hegðun í sól og með því að fara ekki í ljósabekki. Sérstaklega þarf að huga að því að verja börn í sól.
Epos kvikmyndagerð gerðu myndina fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Embætti landlæknis, Geislavarnir ríkisins, GlaxoSmithKline á Íslandi, Icepharma hf. og Roche.Gleðilegt sumar

Sumarið er komið og sólin er er hærra á lofti með hverjum deginum sem líður og samhliða eykst hættan á sólbruna.Lestu áfram...
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Opnunartími 8-18 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-16 - Sendu tölvupóst